Store

Jólasögur

00023

Jólasögur 00023

Smásagnasafnið Jólasögur sem hópurinn Smásögur gefur út fyrir þessi jól hefur að geyma fjórtán frábærar smásögur eftir níu rithöfunda. Höfundarnir túlka allir jólastemminguna á afar ólíkan hátt. Samt tekst þeim öllum að fanga lesandann og draga hann inn í hugarheim jólanna.

Hér eru fjölskyldur sameinaðar og sundraðar. Ástin leynist í jólaösinni, á meðan aðrir syrgja. Reiður draugur mætir í jólamessuna. Litlir fuglar syngja glæður í ástina og gefa einmana sálum von um betra líf. Nágrannar keppast um að vera með bestu jólaskreytinguna. Börnin líða fyrir jólastressið og sumar jólagjafir verða skelfingu lostnar, þegar þeim er pakkað inn. Ástfangin geimvera birtist á sjálfan aðfangadag. Jólasveinarnir villast og kannski flytur norn í bæinn.

Já allt getur gerst og allir í fjölskyldunni ættu að geta fundið sína uppáhalds jólasögu.

€6 In stock