Spennusögur

Óðinsauga 2015

Maður með vafasama fortíð og hryllilegt áhugamál hefur afdrifaríkar afleiðingar á líf þess fólks sem verður á vegi hans.

Skrímsli fæðast ekki.

Þau eru búin til.

Draumsýn 2017

„Það var bankað í hlerann, einu sinni. Nína stífnaði upp og hætti að reyna að sleppa úr greipum móður sinnar. Tvisvar. Guðrún fann hvernig hún blotnaði á lærunum. Nína hafði pissað á sig. Þrisvar. Nína hríðskalf í fanginu á Guðrúnu sem hélt henni fastri og þrýsti lófanum upp að vitum hennar.
„Andskotinn, andskotinn, andskotinn“ sagði brjálaði maðurinn fyrir ofan þær.“

Dýrbítur gengur laus í sveitinni. Mannlaust bílhræ liggur utan vegar og héraðslögreglumaðurinn Marteinn rekst á gamla skýrslu er varðar mannshvarf sem virðist enn óupplýst. Þó þessi mál virðast óskyld þá leiða þau Martein á slóð þar sem feigðin virðist bíða hans við hvert fótmál.

Storytel 2021

„Þegar hún vaknaði, fannst henni sem þetta hefði allt verið skelfileg martröð. Alveg þangað til hún reyndi að hreyfa sig. Þá vissi hún að martröðin var raunveruleg og allt byrjaði upp á nýtt.“

Rannsóknarlögreglukonan Anna Nilsson finnur lík í síkinu. Ung stúlka frá Íslandi fer sem au pair til Svíþjóðar, en hverfur stuttu eftir að hún lendir á flugvellinum í Gautaborg. Anna er viss um að málin tengjast og þarf að keppa við tímann áður en hún finnur annað lík.

Storytel 2023

Móðir og barn finnast myrt á heimili sínu í rólegri íbúðagötu í Gautaborg. Á dyrabjöllunni standa fjögur nöfn, þar á meðal nafn fyrrverandi heimilisföðurins Tyve sem er starfsmaður sænsku lögreglunnar. En hvar er hann niðurkominn? Og hvar er Mia?

Lögreglumönnunum Önnu og Simoni er falið að rannsaka málið og það að mestu gegn eigin vilja. Anna tekst ein á við fráfall móður sinnar og finnur óvæntar upplýsingar þegar hún fer í gegnum eigur hennar. Simon telur niður dagana þar til hann segir skilið við rannsóknarlögregluna og tekur til starfa í þægilegu skrifstofustarfi. Rannsóknin togar þau á óvæntar slóðir og alla leið til Íslands. Ekki er útlit fyrir að allir komist heilir úr háskaleiknum.