Um mig

Ég hef verið að fanga augnablik síðan 2005.

Ég hóf nám í New York Institute of Photography 2016 og lauk því 2018.

Ég hef mjög gaman af að skapa og hef unun af því að fá krefjandi verkefni. Gæludýr eru verkefni sem geta verið mjög erfið en gefandi þegar þau takast þar sem dýr eru erfið viðfangsefni.

Ég hef aðstoðað fjölskyldur og einstaklinga við að fanga hin ýmsu augnablik.

Það má hafa samband við mig um helgar, en það má semja um einstaka kvöld ef þörf er á. Einnig er möguleiki á að koma heim til fólks ef um það er beðið.

Ritstörf

Ég hef stundað skriftir síðan 1997 og þá aðallega smásögur. Sögur eftir mig hafa verið birtar í tímaritum og 2013 vann ég Gaddakylfuna.

 

Í júní 2015 kom út mín fyrsta skáldsaga. „Konur húsvarðarins“.

 

 

 

 

 

 

Um jólin 2016 kom barnabókin „Litakassinn“ út.

 

 

 

 

 

Þann 15. september 2017 kom út glæpasagan „Umsátur“

 

 

 

 

 

 

Verið innilega velkomin.

Kveðja,
Róbert Marvin Gíslason