Um mig

Róbert Marvin

Ég heiti Róbert Marvin Gíslason. Ég er tölvunarfræðingur að mennt og vinn sem slíkur dags daglega.

Skriftir heilluðu mig snemma og var lesin hryllingssagan “Sporin” eftir mig í Ríkisútvarpinu. Hjalti Rögnvaldsson las söguna af einstakri snilld.

Nokkrum árum og smásögum síðar vann ég Gaddakylfuna 2013. Tveim árum síðar kom út fyrsta skáldsagan eftir mig “Konur húsvarðarins” sem nú er komin á Storytel. Síðan þá hef ég gefið út tvær aðrar spennusögur, “Umsátur” og “Stúlkan með rauða hárið”, sem Storytel gaf út sem hljóðbók. Nýjasta spennusagan heitir Banaráð og hana má einnig nálgast á Storytel. Davíð Guðbrandsson les.

Ég hef einnig gefið út bók fyrir börn og unglinga. “Vitinn” sem er spennusaga fyrir unglinga og “Litakassinn” sem er myndasaga fyrir leikskólakrakka.